13. sæti

Kristjana Vilborg Þorvaldsdóttir, 41 árs

Hefur lokið námi til viðurkennds bókara og starfar sem skrifstofustjóri.
Samhliða vinnu hefur hún stundað nám hjá Háskólabrú Keilis á Viðskipta og Hagfræðibraut og stendur til að klára námið í vor.
Kristjana er gift Magna Frey Guðmundssyni, rekstrarstjóra Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli. Saman eiga þau tvö börn, Nökkva Stein 15 ára og Hrafnhildi Helgu 13 ára.
Hugrænn samruni Suðurnesjabæjar er Kristjönu hugleikinn. Samstillt í sameiningu – Öflug samfélög byggja á góðri samstöðu. Með auknu íbúalýðræði telur Kristjana að leggja megi betri grunn að heildrænu samfélagi og lýðræðislegri samstöðu. Aukið upplýsingaflæði til íbúa stuðlar að jafnræði. Mikilvægt er að sameina „hug, hjörtu og hönd“ íbúa bæjarfélagsins.
Kristjana vill leggja áherslu á að styrkja innviði sveitarfélagsins og stuðla að fjölbreyttari atvinnusköpun á svæðinu. Mikilvægt að samgöngu- og fjarskiptakerfi mæti þörfum samfélagsins svo byggja megi upp fjölbreytt skóla- og atvinnulíf. Til að leggja góðan grunn fyrir komandi kynslóðir þarf drifkraft og hugrekki til að hugsa stórt og lengra fram í tímann.