Ósk Matthildur Arnarsdóttir, 28 ára
Ósk á kærasta og eiga þau 16 mánaða dóttur saman. Hún er einkaþjálfari, markþjálfi og nemi í næringafræði (Bs) við Háskóla Íslands og stefnir á master í lýðheilsuvísindum. Hún rekur nú FemmeTraining sem einblínir á alhliða kvennaheilsu.
Ósk nýtur útivistar, ferðalaga og öllu sem viðkemur heilsusamlegu líferni. Hamingja og góð heilsa í heimabæ er hennar hugðarefni. Það kallar á öfluga þjónustu við alla íbúa, unga sem aldna. Skólar sem leggja áherslu á uppbyggingu einstaklinag sem þekkja leiðir til lífstíls sem eflir líkama og sál. Það kallar einnig á skipulag útivistarsvæða, göngustíga, leiksvæða og opinna svæða fyrir alla aldurshópa. Suðurnesjabær ætti líka að vera aðdráttarafl fyrir minni sem og stærri fyrirtæki. Það dregur að ferðamenn og jafnvel ungt fólk í leit að notalegum stað til að búa á.