2. sæti

Laufey Erlendsdóttir, 49 ára

Laufey er gift Birni Vilhelmssyni og eiga þau fjögur börn; Vilhelm Bergmann 25 ára, Aðalheiði Lind 22 ára, Björn Aron 21 árs og Atla Viktor 18 ára.
Íþróttakennari og starfar sem kennari og umsjónarmaður velferðarkennslu í Gerðaskóla. Hefur lokið BS í íþrótta- og heilsufræði og mastersgráðu í uppeldis- og menntavísindum með áherslu á jákvæða sálfræði. Hún er einnig markþjálfi.
Laufey situr í bæjarstjórn á yfirstandandi kjörtímabili og situr í Framkvæmda- og skipulagsráði og Hafnarráði. Hún er einnig í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, stjórn Kölku og Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja. Hún var í bæjarstjórn á árunum 2006-2010 og var þá forseti bæjarstjórnar.
Helstu áherslur Laufeyjar eru á fagmennsku, skilvirkni, uppbyggileg samskipti og gagnsæi þar sem sjónarmið sem flestra fá að koma fram. Hún leggur áherslu á velferð íbúa á öllum aldri og að sem flestir búi við aðstæður og hvatningu til að huga vel að andlegri og líkamlegri heilsu. Auk þess leggur hún áherslu á að skipulag sé vandað og heildstætt og hugsað til framtíðar og að Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna séu höfð til hliðsjónar í allri stefnumótun.
Hefur góða reynslu af setu í bæjarstjórn og sameiginlegum nefndum á vegum sveitarfélaga á suðurnesjum, auk þess sem hún hefur hugsjón og umhyggju fyrir því að samfélagið í Suðurnesjabæ vaxi og dafni.