Framboðið

Bæjarlistinn í Suðurnesjabæ var stofnaður fyrir kosningarnar sem fara fram 14. maí næstkomandi.

Áherslur framboðsins eru á hagsmuni Suðurnesjabæjar og íbúa hans. Listinn er ekki tengdur ákveðnum stjórnmálaflokkum á landsvísu.

Framboðið er skipað bæði reynslumiklum einstaklingum og einstaklingum sem eru að bjóða sig fram í fyrsta sinn á lista. Framboðslistinn býr yfir dugmiklum og metnaðarfullum einstaklingum með fjölbreytta reynslu á vinnumarkaði sem nýtast vel í bæjarmálin. Allir eiga það sameiginlegt að vilja bjóða fram þjónustu sína við bæjarbúa Suðurnesjabæjar.

Mikilvægt er að horfa til framtíðar við mótun bæjarfélagsins og eru einkunnarorð framboðsins hugrekki í ákvarðanatöku og fagleg forysta. Við horfum til málefna sem sameina byggðarkjarnana enn frekar ásamt því að byggja upp góða þjónustu og atvinnulíf. 

 

Nýjustu greinar

Af leikskólamálum

Af leikskólamálum Ástæðan fyrir því að við fullorðna fólkið erum beðin um að setja súrefnisgrímuna á okkur fyrst í flugvél áður en við setjum hana

Lesa meira »

Facebook
FYLGDU
OKKUR
Á
FACEBOOK


Instagram
Bæjarlistinn
í Suðurnesjabæ
er á
Instagram