Bæjarlistinn í Suðurnesjabæ var stofnaður fyrir kosningarnar sem fara fram 14. maí næstkomandi.
Áherslur framboðsins eru á hagsmuni Suðurnesjabæjar og íbúa hans. Listinn er ekki tengdur ákveðnum stjórnmálaflokkum á landsvísu.
Framboðið er skipað bæði reynslumiklum einstaklingum og einstaklingum sem eru að bjóða sig fram í fyrsta sinn á lista. Framboðslistinn býr yfir dugmiklum og metnaðarfullum einstaklingum með fjölbreytta reynslu á vinnumarkaði sem nýtast vel í bæjarmálin. Allir eiga það sameiginlegt að vilja bjóða fram þjónustu sína við bæjarbúa Suðurnesjabæjar.
Mikilvægt er að horfa til framtíðar við mótun bæjarfélagsins og eru einkunnarorð framboðsins hugrekki í ákvarðanatöku og fagleg forysta. Við horfum til málefna sem sameina byggðarkjarnana enn frekar ásamt því að byggja upp góða þjónustu og atvinnulíf.
Þarf að vera hefbundinn meiri- og minnihluti? Bæjarlistinn er framboð sem er ekki háð eða tengt stjórnmálaflokkum á landsvísu. Á listanum situr áhugasamt fólk sem