5. sæti

Fanný Þórsdóttir, 48 ára

Fanný starfar sem bókavörður í bókasafni Suðurnesjabæjar.
Hún er 48 ára er gift Halldóri Lárussyni, trommuleikara og skólastjóra tónlistaskólans í Sandgerði.
Fanný er móðir tveggja drengja, Hauks 22 ára sem er nemi á tónsmíðabraut við Listaháskóla Íslands og meðlimur hljómsveitarinnar Midnight Librarian og Loga 18 ára sem er nemi á tölvunarfræðibraut í FS. Hún er stjúpmóðir Rafael Styrmis, 23 ára nema í FS.
Fanný lærði klassískan söng í Söngskóla Reykjavíkur og fór síðan að læra stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Hún hefur tekið virkan þátt í stjórnmálastarfi fyrir Pírata frá árinu 2015, þá sem formaður kjördæmisráðs, formaður Pírata á Suðurnesjum og sem annar varaþingmaður Suðurkjördæmis. Fanný hefur einnnig tekið þátt í alþjóðegum pallborðsumræðum um beint lýðræði sem hún styður heilshugar.
Fanný situr núna sem aðalmaður tveggja nefnda fyrir Suðurnesjabæ: ferða, safna og menningaráðs og fjölskyldu og velferðanefnd.
Áherslur Fannýjar þegar kemur að stjórnmálum eru traust, skilvirkni,og beint lýðræði. Þá vill hún styðja við og byggja upp öflugt menningarlíf í Suðurnesjabæ.