Júdit Sophusdóttir, 28 ára
Jútdit er með BA gráðu í sálfræði er nú starfandi sem leiðbeinandi í Gerðaskóla á yngsta stigi síðastliðin samhliða því að vera sjálfboðaliði Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum. Hefur einnig starfað í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sem og starfað sem flugfreyja hjá WOWair.
Er trúlofuð Gunnlaugi Helga Friðbjörnssyni og saman eigum þau tvö yndisleg börn, Heiðar Helga og Hörpu Sif. Hefur búið í Garðinum sem er nú Suðurnesjabær frá 12 ára aldri og hefur hvergi liðið jafn vel.
Helstu áhugamál Júditar eru samverustundir með fjölskyldu og vinum og það að fá að sinna málefnum sem hún brennur fyrir. Henni líður best þegar hún hefur eitthvað fyrir stafni. Þá er sveitin í uppáhaldi þar sem foreldrar hennar eiga bústað. Þar nýtur hún sín að kúpla sit út úr daglega amstrinu og kemur endurnærð og úthvíld fyrir komandi vinnuviku.
Júdit hefur gaman af því að fara í spinning, lesa góða bók og vitanlega leggjast upp í sófa og horfa á góða þætti.
Áherslur hennar í bæjarmálum eru málefni á sviði forvarnarstarfs, geðheilbrigðismála, líðan bæjarbúa og fjölskyldumál. Einnig er það hennar hjartans mál að eldra fólk sem og einstaklingar með fötlun geti lifað með reisn á sínum heimilum eins lengi og það vill og fengið viðeigandi þjónustu heim.