17. sæti

Reynir Þór Ragnarsson, 72 ára

Reynir er fyrrverandi framkvæmdastjóri og menntaður rafiðnfræðingur og rafvirkjameistari.
Reynir á farsælan starfsferil að baki sem fyrirtækjaeigandi, við stjórnunarstörf hjá Keflavíkurverktöktum og sem forstöðumaður framkvæmdasviðs ÍAV þjónustu. Þá starfaði Reynir sem framkvæmdastjóri Bergraf ehf og Bergraf stál frá 2008 þar til hann fór á eftirlaun.
Eiginkona Reynis er Þórunn Björk Tryggvadóttir kennari og saman eiga þau 4 börn, Ragnar Víði, Trygga Þór, Hjördísi Hrund og Hrafn Inga. Reynir og Þórunn eiga 12 barnabörn.
Reynir itur í Framkvæmda- og skipulagsráði Suðurnesjabæjar og var varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar 2006-2010. Einnig var hann formaður byggingarnefndar nýs í íþróttasvæðis og vallarhúss Reynis. Þá hefur hann reynslu af þjálfun yngri flokka Reynis og m.fl. kvenna.
Áhugamál eru fjölskyldan, ferðalög, fótbolti og stangveiði.
Aðal áherslur Reynis í bæjarmálunum eru atvinnu- og skipulagsmál.