18. sæti

Ingimundur Þórmar Guðnason, 72 ára

Ingimundur er menntaður rafvirki og  síðar rafmagnstæknifræðingur.

Ingimundur á farsælan starfsferil að baki á Verkfræðideild Íslenskra Aðalverktaka til margra ára og starfar nú hjá Verkfræðistofu Suðurnesja.

Eiginkona Ingimundar er Drífa Björnsdóttir fyrrverandi stuðningsfulltrúi og saman eiga þau 4.börn, Helgu Birnu, Heiðu, Guðna og Þóru, 13 barnabörn og 2 barna barnabörn.

Ingimundur sat í hreppsnefnd Gerðahrepps í mörg ár, var síðasti oddviti hreppsins og síðan tók hann við stöðum forseta bæjarstjórnar og forseta bæjarráðs í nýja bæjarfélaginu Garður. Einnig sat hann í stjórnum ýmissa félaga og stofnana fyrir hönd bæjarfélagsins. Var formaður Knattspyrnufélagsins Víðis nokkrum sinnum, verið félagi í Kiwanisklúbbnum Hof frá upphafi og gegnt þar helstu embættum, en klúbburinn verður 50.ára í júní n.k..

Áhugamál eru fjölskyldan, útivera, ferðalög, knattspyrna, skíði og golf.

Aðal áherslur Ingimundar í bæjarmálum eru atvinnu – skipulags – íþrótta- og æskulýðsmál.