Jónína Magnúsdóttir, 45 ára
Jónína er kennaramenntuð, með starfsréttindi í náms- og starfsráðgjöf og er að hefja vinnu við mastersritgerð í mannauðsstjórnun í Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari, náms- og starfsráðgjafi í fullorðinsfræðslu og síðast liðin 4 ár hefur hún sinnt starfi mannauðsstjóra hjá Blue Car Rental.
Gift Guðna Ingimundarsyni, rekstrarstjóra Johan Röning í Reykjanesbæ og saman eiga þau 3 drengi, Ingimund 23 ára nema í iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands, Björn Boga 18 ára knattspyrnumann hjá Heerenveen í Hollandi og Magnús Mána 10 ára grunnskólanema.
Var bæjarfulltrúi sveitarfélagsins Garðs árin 2014-2018 og jafnframt formaður bæjarráðs á sama tíma. Hún tók þátt í sameiningu Sandgerði og Garðs í Suðurnesjabæ. Einnig var hún formaður skólanefndar á sama tímabili. Jónína situr nú sem aðalmaður í fræðsluráði Suðurnesjabæjar. Hefur einnig setið í öðrum nefndum og ráðum á sínum starfsferli.
Helstu áherslur eru á samvinnu, skilvirka stjórnsýslu, fræðslumál og atvinnuuppbyggingu.
Hún veit ekkert betra en að viðra sig í hvers kyns útvist eins og skokki, göngu, golfi eða skíðum. Þá er Jónína dugleg að skipuleggja viðburði með fjölskyldu og vinum.
Jónína hefur bæði reynslu og leiðtogahæfileika sem nýtast í samstarfi við breiðan hóp bæjarfulltrúa, nefndarfólks, starfsmanna stjórnsýslunnar og íbúa Suðurnesjabæjar.