3. sæti

Jón Ragnar Ástþórsson, 45 ára

Giftur Þórunni Kötlu Tómasdóttir og saman eiga þau þrjá drengi, Tómas Frey (17), Harald Daða (16) og Bjarna Dag (13)
Jón er með BSc gráðu í þjónustustjórnun og MSc gráðu í markaðsfræði og stjórnun frá Copenhagen Business School. Einnig með diplóma í menntun framhaldsskólakennara frá Háskóla Íslands. Hann starfaði sem innkaupastjóri hjá Samkaupum um tíma. Síðar rekstrarstjóri hjá Skólamat og starfar nú sem kennari í Gerðaskóla. Einnig er Jón með UEFA B og KSÍ IV þjálfaragráður og hefur starfað sem knattspyrnuþjálfari síðastliðin ár og þjálfa nú 5. og 6. flokk hjá Reynir/Víðir og 2. flokk hjá Keflavík/Reynir/Víðir.
Fótbolti og golf eru helstu áhugamálin ásamt ferðlögum með fjölskyldu innan- og utan lands.
Helstu hugðarefni og ástæðan fyrir því að Jón bíður fram krafta sína fram er umhyggja fyrir Suðurnesjabæ og metnaður til að byggja upp og gera góðan bæ enn betri fyrir alla aldurshópa. Suðurnesjabær á að vera staður þar sem börnin okkar vilja setjast að og að bærinn geti boðið upp á sjálfsagða þjónustu og verið samkeppnishæfur á öllum sviðum.
Jón mun beita sér sérstaklega fyrir aðstöðu og aðgengi að íþrótta- og æskulýðsmálum fyrir fólk á öllum aldri og stuðla að því að Suðurnesjabær standi undir því að vera heilsueflandi samfélag eins og hann hefur gefið sig út fyrir að vera. Það er eitt af mikilvægustu skrefunum í því að gera hann eftirsóknarverðan stað fyrir komandi kynslóðir.