4. sæti

Haraldur Helgason , 53 ára

Haraldur eða Halli eins og hann er kallaður er uppalinn í Njarðvík  og ættaður frá Sandgerði,
Hann á einn son Brynjar Stein 24 ára laganemi í  HÍ.

Haraldur  er menntaður matreiðslumaður og heufr starfað í greinini frá 1987 , bæði hjá sjálfum sér og öðrum, bæði til  sjós og lands.

Haraldur situr í núverandi bæjarstjórn, stjórn  Brunavarna Suðurnesja,  er formaður Heilbrigðisnefndar Suðurnesja og formaður Hafnarraðs.

Við hjá Bæjarlistanum erum hópur fólks  sem hefur brennandi áhuga á uppbyggingu Suðurnesjabæjar og þjónustu við íbúa þess. Við viljum vera eitt bæjarfélag. Haraldur hefur djörfug, dug og þor ásamt reynslu til að styðja vel við verkefni Suðurnesjabæjar.