6. sæti

Marínó Oddur Bjarnason, 33 ára

Maki hans er Bryndís Guðmundsdóttir og saman eiga þau Aþenu Emblu 6 ára og Elmar Sölva 9 mánaða.
Marínó starfar sem stuðningsfullrúi í Gerðaskóla en þar á undan starfaði hann á leikskólanum Gefnarborg. Þá hefur Marínó verið liðveitandi í átta ár. Einnig þjálfað knattspyrnu hjá Reyni/Víði í þrjú ár.
Marínó er forfallinn veiðisjúklingur og þá hefur hann gaman að útivist og hestum. Fjölskyldan hefur undanfarin ár verið að endurbæta Hólkot á Stafnesi þar sem þau búa.
Helstu áherslur í bæjarmálunum er málefni einstaklinga með fötlun ásamt íþróttaaðstöðu fyrir alla.