9. sæti

Eysteinn Már Guðvarðsson, 40 ára

Steini er fæddur og uppalinn í Sandgerði og bjó þar fyrstu 20 árin en síðustu 20 árin hef hann verið búsettur í Garðinum.

Giftur Valgerði Einarsdóttur, sem á og rekur Snyrtistofuna Vallý í Suðurnesjabæ. Saman eiga þau 3 börn, Særúnu Lilju 15 ára nema í Gerðaskóla, Ísak Loga 13 ára nema í Gerðaskóla og Bergrúnu Elvu 6 ára en hún er á leikskólanum Gefnaborg.

Steini starfar sem vaktstjóri í Hub Control Center HCC hjá Isavia.

Helstu áhugamál eru fjölskyldan, ferðalög og íþróttir.

Steini brennur helst fyrir málefni barna og ungs fólks, fjölbreytt íþróttastarf, skólamál og að fá heilbrigðisþjónustu í bæjarfélagið. Við þurfum að fá betri aðstöðu til að stunda fótboltaæfingar yfir vetrarmánuðina.Þurfum upphitaðan gervigrasvöll með upphitaðri hlaupabraut í kring. Það þarf að fá heilsugæslu/útibú frá HSS í bæjarfélagið. Hann myndi vilja sjá sjá hjóla og göngustíg upp í flugstöð og tengja með því stæsta vinnustað svæðisins við Suðurnesjabæ og lokka þá til okkar ferðamenn sem koma hingað til þess að hjóla um landið.