10. sæti

Jóhann Helgi Björnsson, 18 ára

Jóhann er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og knattspyrnuþjálfari hjá yngri flokkum Reynis/Víðis. Jóhann hefur mikinn áhuga á íþróttum almennt og situr hann í aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Víðis.

Helstu áherslumál Jóhanns eru umhverfis og íþrótta- og æskulýðsmál.
Auka þarf almenna þjónustu við íbúa sem og framboð á afþreyingu, efla þarf aðstöðu til íþróttaiðkunar og taka þarf til hendinni í umhverfismálum í báðum hlutum sveitarfélagsins.