12. sæti

Bjarnþóra M Pálsdóttir, 51 árs

Lögreglumaður og ökukennari og starfaði áður sem fangavörður og um tíma sem ráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur.
Hún er gift Sigurði Jónassyni lögreglumanni og ökukennara og saman eigum þau og reka ökuskólann 17.is.
Þau eiga fimm börn sem eru öll búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru því bara tvö í kotinu með hundi og tveimur köttum.

Bjarnþóra hefur starfað á sviðum félags- og lögggæslumála alla sína starfstíð en fyrsta starfið var við blaðburð og fiskvinnslu 11 ára gömul á Ólafsfirði. Þar lærði hún að bera virðingu fyrir tíma og peningum.

Hún hef sinnt ýmsum félagsmálum í gegnum árin, var formaður FIUM, félags uppeldis og menntunarúrræða, varaformaður Fangavarðafélags Íslands, í samráðshópi um málefni fanga, í faghópi um mótun og innleiðingu afplánunaráætlunar, skólanefnd fangavarðaskóla ríkisins, þarfagreiningarnefnd vegna byggingar nýs fangelsis á höfuðborgarsvæðinu, formaður vettvangsshóps URKÍ og stjórnarmaður í Skotvís.

Bjarnþóra er heimakær að eðlisfari en elska náttúruna og útivist í nærumhverfi og hefur áhuga á umhverfismálum, félagsmálum og atvinnutækifærum í Suðurnesjabæ.

Samstarf og samtal við íbúa er lykilatriði í góðri stjórnsýslu, virðing fyrir sjónarmiðum allra aðila og leitað sé lausna til að allir gangi sáttir frá borði.

Með Bæjarlistanum kemur samvinna og þekking þvert á flokka sem er hugmyndafræði sem Bjarnþóru hugnast að starfa fyrir.