14. sæti

Sigrún Harpa Sigurjónsd. Heidi, 48 ára

Stuðningsfulltrúi Gerðaskóla í Garði og Meðhjálpari í Útskálakirkju. Sigrún Harpa er gift Guðmundi Inga Ólafssyni 52 ára starfsmanni Köfunarþjónustu Sigurðar. Saman eiga þau 5 börn ásamt fósturdóttur.
Áhugamál Sigrúnar Hörpu eru fjölskyldan, ferðalög, listir og góðir vinir. Áhugasviðið er vítt en fjölskyldan er í fyrsta sæti í hennar lífi.
Sigrún Harpa setur fjölskyldur og börn í forgrunn ásamt því að málefni aldraðra eru henni mjög hugleikin en hún starfaði á Garðvangi í Garði í um 15 ár. Málefni fjölskyldna eru Sigrúnu Hörpu mjög mikilvæg og finnst henni að allir eigi að hafa jafnan rétt á tækifærum til betra lífs. Þá vill hún leggja áherslu á að bæta þjónustu við íbúa Suðurnesjabæjar.