15. sæti

Sindri Lars Ómarsson, 24 ára

Er í sambúð með Þórunni Söndru Sveinsdóttur og saman eiga þau Emilíönu Írisi sem er þriggja mánaða gömul. Sindri er fæddur og uppalinn Sandgerðingur en er nýlega fluttur í Garðinn. Það má segja að Sindri sé sannur Suðurnesjabúi.

Sindri er með framhaldsskólamenntun og er núna að ljúka öðru ári við Kennaraháskóla Íslands. Sindri starfar sem umsjónarkennari í 8.bekk í Sandgerðisskóla og hefur hann starfað þar undanfarin þrjú ár. Hann starfaði áður sem flokkstjóri Vinnuskólans í Suðurnesjabæ,  Trésmíði Ómars Svavarssonar og í Nesfisk. Sindri stundar einnig knattspyrnu með Reyni Sandgerði og hefur gert frá 6 ára aldri.

Helstu áhugamál Sindra eru knattspyrna og góðar samverustundir með fjölskyldu og vinum.

Sindri hlakkar gríðarlega til að taka þátt í þessu verkefni með Bæjarlistanum. Helstu áherslumál hans eru íþrótta- og skólamál bæjarfélagsins.